Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 08:05 Hjartagarðurinn stendur jafnan galtómur. Vísir/Ólafur Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum