Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 08:27 Glúmur segir fólk ekki eiga séns á Íslandi nema það sé með rétt flokksskírteini. Rúv Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01