Innlent

Lög­reglu bárust tólf beiðnir um leit að börnum og ung­mennum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í júní.
Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í júní. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní fjölgaði tilkynningum um þjófnað mikið á milli mánaða, eins fjölgaði tilkynningum um innbrot.

Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli mánaða en 771 hegningarlagabrot var skráð í júní. Eins bárust 129 tilkynningar um ofbeldisbrot og er það fjölgun milli mánaða en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði einnig úr 57 í 75.

Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í júní og voru 863 umferðarlagabrot skráð, það eru 17 prósent færri umferðarlagabrot en að meðaltali seinustu þrjú ár. Alls bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 12 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í júní.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×