Innlent

Skjálftahrina norðaustur af Reykjanestá

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá.
Skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Um þrjátíu jarðskjálfta skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá.

Klukkan rúmlega níu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 3,3 að stærð norðaustur af Reykjanestá og annar skjálfti sem mældist 3,4 varð um klukkan hálf níu. Sá seinni fannst í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Rúv að þessi hrina sé ekkert nýtt en vel sé fylgst með svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×