Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 10:26 Regína Ásvaldsdóttir hefur gegnt embætti sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Þá hefur Regína starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Þrjátíu sóttu um bæjarstjórastólinn og vildu taka við af Haraldi Sverrissyni, sem hafði gegn stöðunni í fimmtán ár, en fimm drógu síðan umsóknir sínar til baka. Sjá einnig: Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Á meðal þeirra sem sóttu um voru margir með reynslu af bæjar- eða sveitarstjóramálum í öðrum sveitarfélögum. Fimmtán ára Mosfellingur sótti einnig um. „Við erum lánsöm hér í Mosfellsbæ að ganga til samstarfs við svona reynslumikinn stjórnanda eins og Regína er. Framundan eru stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og áframhaldandi fjölgun íbúa og stefnumótun til framtíðar. Þessi verkefni fela í sér fjölbreyttar áskoranir og því mikilvægt að við fáum til liðs við okkur einstakling með mikla og farsæla reynslu, stóran skammt af almennri skynsemi, þjónustulund og brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Við bjóðum Regínu velkomna í Mosfellsbæ og hlökkum til samstarfsins,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjaráðs Mosfellsbæjar, í tilkynningu. Hefur störf í september „Ég þakka kærlega fyrir það traust í minn garð sem mér er sýnt með ráðningunni. Mosfellsbær er gott og fjölskylduvænt samfélag í örum vexti og hér eru mörg tækifæri þegar til framtíðar er litið. Ég hlakka til að starfa með öflugum bæjarfulltrúum og góðu starfsfólki Mosfellsbæjar að þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan,“ segir Regína í áðurnefndri tilkynningu. Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum, nú síðast starfshópi sem skilaði tillögum um húsnæðismál til þjóðhagsráðs í maí síðastliðnum. Regína hefur marktæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun og hefur leitt vinnu við stefnumótun á sviði velferðarmála og atvinnumála. Velferðarsvið hefur ennfremur verið leiðandi svið hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að stafrænni þróun og áherslu á þjónustustjórnun. Áætlað er að Regína hefji störf í byrjun september en ráðningarsamningurinn tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af bæjarráði fimmtudaginn 14. júlí og birtur opinberlega í kjölfarið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Þá hefur Regína starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Þrjátíu sóttu um bæjarstjórastólinn og vildu taka við af Haraldi Sverrissyni, sem hafði gegn stöðunni í fimmtán ár, en fimm drógu síðan umsóknir sínar til baka. Sjá einnig: Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Á meðal þeirra sem sóttu um voru margir með reynslu af bæjar- eða sveitarstjóramálum í öðrum sveitarfélögum. Fimmtán ára Mosfellingur sótti einnig um. „Við erum lánsöm hér í Mosfellsbæ að ganga til samstarfs við svona reynslumikinn stjórnanda eins og Regína er. Framundan eru stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og áframhaldandi fjölgun íbúa og stefnumótun til framtíðar. Þessi verkefni fela í sér fjölbreyttar áskoranir og því mikilvægt að við fáum til liðs við okkur einstakling með mikla og farsæla reynslu, stóran skammt af almennri skynsemi, þjónustulund og brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Við bjóðum Regínu velkomna í Mosfellsbæ og hlökkum til samstarfsins,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjaráðs Mosfellsbæjar, í tilkynningu. Hefur störf í september „Ég þakka kærlega fyrir það traust í minn garð sem mér er sýnt með ráðningunni. Mosfellsbær er gott og fjölskylduvænt samfélag í örum vexti og hér eru mörg tækifæri þegar til framtíðar er litið. Ég hlakka til að starfa með öflugum bæjarfulltrúum og góðu starfsfólki Mosfellsbæjar að þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan,“ segir Regína í áðurnefndri tilkynningu. Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum, nú síðast starfshópi sem skilaði tillögum um húsnæðismál til þjóðhagsráðs í maí síðastliðnum. Regína hefur marktæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun og hefur leitt vinnu við stefnumótun á sviði velferðarmála og atvinnumála. Velferðarsvið hefur ennfremur verið leiðandi svið hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að stafrænni þróun og áherslu á þjónustustjórnun. Áætlað er að Regína hefji störf í byrjun september en ráðningarsamningurinn tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af bæjarráði fimmtudaginn 14. júlí og birtur opinberlega í kjölfarið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01