Innlent

Hátt í þúsund verk­efni í sumar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Liðsmenn hálendisvaktarinnar á slysstað árið 2017 eftir að kona velti bíl sínum á Sprengisandsleið.
Liðsmenn hálendisvaktarinnar á slysstað árið 2017 eftir að kona velti bíl sínum á Sprengisandsleið. Landsbjörg

Hálendisvakt Landsbjargar sinnir hátt í þúsund verkefnum í sumar. Vaktin sinnti um þrjátíu verkefnum síðasta fimmtudag en að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar vanmeta Íslendingar og ferðamenn veðrið hér á landi.

Morgunblaðið greinir frá en hálendisvaktin er með hópa staðsetta í Nýjadal á Sprengisandi, Landmannalaugum og Drekagili í Öskju. Fjórði hópurinn mun hefja störf í næstu viku og verður staðsettur í Skaftafelli.

Í samtali við Morgunblaðið minnir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, fólk á að vera með öryggismál á hreinu fari það á ferðalag. Hlaðinn sími er eitt það mikilvægasta sem fólk tekur með sér.

Hann segir að hálendisvaktin sinni hátt í þúsund verkefnum hvert sumar en þetta er sextánda árið sem sveitin er starfrækt. Vaktin hefur einnig verið kölluð á vettvang umferðaslysa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×