Innlent

Tveir al­var­lega slasaðir í um­ferðar­slysi ná­lægt Kirkju­bæjar­klaustri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo sjúklinga sem slösuðust í bílslysinu á Landspítalann í morgun.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo sjúklinga sem slösuðust í bílslysinu á Landspítalann í morgun. Vísir/Vilhelm

Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun.

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, var lögreglan ræst út klukkan hálf þrjú í nótt eftir tilkynningu um útafakstur á Meðallandsvegi. Á staðnum kom í ljós að tveir væru alvarlega slasaðir. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kjölfarið kölluð út og flutti tvo sjúklinga til Reykjavíkur. Að sögn Morgunblaðsins lenti hún á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×