Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar í heimahúsi í hverfi 104 í Reykjavík skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn maður hafi verið handtekinn á vettvangi og hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknarinnar. Þá hafi einn verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til skoðunar.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að um tíu leytið í gærkvöldi hafi svo verið tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem hafi gengið fyrir bíla í hverfi 105 í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rann af honum.
Í gærkvöldi var einnig tilkynnt um tvo þjófnaði í verslunum í Breiðholti á tíunda tímanum, með 40 mínútna millibili, en í báðum tilvikum hélt hinn grunaði sína leið að lokinni skýrslutöku. Þá var einnig óskað eftir aðstoð í verslun í hverfi 111 þar sem maður hafði verið að áreita viðskiptavini. Ekki kom fram hverjar málalyktir þess máls voru í dagbók lögreglu.
Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í hverfi 220 í Hafnarfirði.