Iceland Airwaves og SAHARA Festival í samstarf Elísabet Hanna skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hatíðirnar hafa ákveðið að sameinast. Skjáskot/Instagram/Aðsend Iceland Airwaves tónlistarhátíð og SAHARA Festival markaðsráðstefnan hafa farið í samstarf og halda eina sameiginlega hátíð og mun hún fara fram í nóvember. SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum. Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum.
Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01