Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2022 20:01 Embla Rún Skarphéðinsdóttir og Díana Ýr Reynisdóttir vaktstjórar í Laugarásbíó. Til hægri má sjá skjáskot af ungum herramönnum sem mættu prúðbúnir á Skósveinana í kvikmyndahúsinu á dögunum. Vísir/Bjarni Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira