Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 16:24 Þau Erna Bjarnardóttir og Tómas Ellert Tómasson, flokksmenn Miðflokksins virðast ósammála mörgum þingmönnum Miðflokksins varðandi málefni kynsegin fólks í nýrri grein sem birtist á Vísi í dag. Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“. „Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk. Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
„Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk.
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira