Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 16:24 Þau Erna Bjarnardóttir og Tómas Ellert Tómasson, flokksmenn Miðflokksins virðast ósammála mörgum þingmönnum Miðflokksins varðandi málefni kynsegin fólks í nýrri grein sem birtist á Vísi í dag. Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“. „Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk. Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
„Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk.
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira