Lífið

Joe Turkel er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Joe Turkel lék barþjóninn Lloyd í kvikmyndinni The Shining.
Joe Turkel lék barþjóninn Lloyd í kvikmyndinni The Shining. Warner Bros.

Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner.

Turkell fæddist í Brooklyn árið 1927 og gekk í Bandaríkjaher árið 1944. Hann barðist fyrir þjóð sína í seinni heimsstyrjöldinni en sneri sér að leiklistinni eftir stríð.

Turkel lék í tæpum sjötíu kvikmyndum á ævi sinni en hann hætti að leika árið 1990. Þá fór hann að einbeita sér að því að skrifa kvikmyndahandrit. Í ár kemur út sjálfsævisaga Turkel sem ber heitið The Misery of Success.

Turkel átti tvo syni ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Anita J. Turkel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.