Innlent

Engin lagaleg skilgreining á orðinu kona

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um skilgreiningu á orðinu kona.
Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um skilgreiningu á orðinu kona. Vísir/Vilhelm

Orðið kona er ekki skilgreint í lögunum og engin lagaleg skilgreining er til á því orði.

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Fyrirspurnin var með einfaldasta móti: „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu á dögunum sagði Sigmundur Davíð hins vegar að málið væri flóknara en fyrirspurnin gæfi til kynna.

„Það skiptir verulegu máli hvernig forsætisráðuneytið skilgreinir konur, því það hefur áhrif á lög og framfylgd þeirra,“ skrifaði hann.

Í svari Katrínar kemur hins vegar fram að orðið kona sé ekki skilgreint í lögunum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Engin lagaleg skilgreining sé til á því orði.

Þó er bent á að í athugasemdum með frumvarpinu komi fram að með kyni í lögunum sé átt við konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns. Í lögum um kynrænt sjálfræði, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sem kona, karl eða kynhlutlaus.

Beinir Katrín Sigmundir Davíð að senda mennningar- og viðskiptaráðherra fyrirspurn óski hann eftir upplýsingum um orðsifjar nafnorðsins kona, enda fari sá ráðherra með málefni íslenskrar tungu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.