Hlaupa nakin
Samkvæmt hátíðinni eru um 130.000 gestir sem sækja hátíðina og um 170 atriði alls sem koma fram. Allur ágóði hátíðarinnar rennur til góðgerðarmála. Á laugardegi hátíðarinnar er gestum boðið að taka þátt í nektarhlaupi þar sem sigurvergararnir hljóta miða á hátíðina árið eftir.
Aflýst í fyrra
Í fyrra var hátíðinni aflýst vegna heimsfaraldursins en þeir sem höfðu þegar keypt miða gátu fengið endurgreitt eða notað hann sem inneign upp í miða á hátíðina í ár, líkt og var í boði fyrir þá sem áttu miða árið 2020.
Íslenskir tónar
Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog kom fram á hátíðinni í ár og spilaði á mánudaginn en hátíðin hófst á laugardaginn síðasta.
Stór nöfn
Á hátíðinni í ár koma fram tónlistarmenn á borð við Post Malone, Dua Lipa, Megan Thee Stallion, TLC, Modest Mouse, Jimmy Eat World, Tyler the Creator, The Stokes, St. Vincent og HAIM en dagskránna má sjá í heild sinni hér.