Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu Tinni Sveinsson skrifar 1. júlí 2011 21:30 Live Project-hópurinn við höfuðstöðvar sínar sem eru á fjölmiðlasvæði hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
"Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira