Hljómsveitin Agent Fresco kemur fram á Hróarskeldu 6. apríl 2011 07:00 "Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
"Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira