Lífið

Travis Barker með brisbólgu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy verðlaunahátíðinni í Las Vegas í apríl.
Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy verðlaunahátíðinni í Las Vegas í apríl. Getty/Axelle Bauer-Griffin

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu.

Í gærkvöldi birtust myndir af sjúkraliðum flytja Barker inn á spítala í Los Angeles á börum. Kardashian var í fylgd með honum þegar hann var fluttur á spítalann og hefur verið við hlið hans í allan dag.

Samkvæmt TMZ ku Barker vera með brisbólgu eða briskirtilsbólgu (e. pancreatitis). Læknar telja að bólguna megi rekja til ristilspeglunar sem trommarinn fór í á dögunum.

Það vakti mikla athygli að snemma í gær birti Barker færslu á Twitter sem sagði „God save me“ en talið er að færslan tengist veikindunum ekki þar sem God save me er lag með góðvini Barker, Machine Gun Kelly.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.