Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum verkefnum á kvöldvaktinni í gær þar sem hún aðstoðaði fólk með andlega erfiðleika eða fólk sem var ölvað. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu en ekki greint frá nánar.
Lögregla var einnig kölluð til vegna líkamsárásar, þar sem einn var handtekinn en annar gerandi hafði látið sig hverfa. Þolandinn fékk minniháttar áverka.
Þá var tilkynnt um umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir miðnætti en þar höfðu vörubifreið og bifhjól lent í árekstri. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á Landspítala en ekki er vitað um ástand hans.
Í öðru atviki var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa dottið á rafskútu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira