Lögreglan var með mikinn viðbúnað fyrir utan Veghús 5 fyrr í kvöld.Aðsent
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Veghúsum upp úr tíuleytinu í kvöld. Þar mátti sjá fjölda lögreglubíla auk vopnaðra sérsveitarmanna í fullum klæðum.
Samkvæmt heimildum Vísis var mikill viðbúnaður lögreglu fyrir framan Veghús 5 í Grafarvogi fyrr í kvöld. Að sögn vitna mátti sjá fjölda lögreglubíla og sérsveitamenn á bílastæðinu fyrir framan blokkina frá rúmlega tíu til hálf tólf í kvöld.
Á myndum sem fréttastofunni bárust má sjá lögreglubíla, bíla sérsveitarinnar og vopnaða sérsveitarmenn.
Á myndum sem Vísi bárust má sjá vopnaða sérsveitarmenn.Aðsent
Ekki er enn vitað hvers vegna viðbúnaðurinn var svo mikill eða hvers vegna sérsveitin var kölluð út.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.