Lífið

Rebel Wilson er á Íslandi

Elísabet Hanna skrifar
Rebel Wilson í miðnætursundi og parið í þyrluferð.
Rebel Wilson í miðnætursundi og parið í þyrluferð. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Parið greindi nýlega frá sambandi sínu á miðli Rebel en það segist hún hafa gert eftir að hafa fengið þrýstingi frá áströlskum fjölmiðlum um að greina frá því. Hún segir að sér hafi verið gefnir tveir dagar til þess að tjá sig um málið áður en grein um sambandið færi í loftið. 

Ramona hefur einnig birt myndir frá ferðinni á sínum miðli og merkti þar inn að þær væru staddar á Íslandi, „einhversstaðar þar sem er kalt“:

Skjáskot
Skjáskot

Tengdar fréttir

Rebel Wilson deilir mynd af nýju kærustunni

Leikkonan Rebel Wilson hefur nú gert opinbert hver nýja ástin í lífi hennar sé og er það Ramona Agruma. Hún hefur áður opnað sig um að hún væri komin í samband en var ekki tilbúin að segja með hvaða einstaklingi það væri.

Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.