Það gerði maðurinn með því að nota heimildarlaust viðskiptakort í eigu Suðurverks ehf. á hinum ýmsu sjálfsafgreiðslustöðvum N1 á Suðurlandi. Þannig hafi hann með ólögmætum hætti látið skuldfæra úttektirnar á reikning félagsins. Færslurnar voru 207 talsins og eru nánar tilgreindar í dómi Héraðsdóms Suðurlands.
Maðurinn viðurkenndi að hafa gerst sekur um þjófnað á orkuforða en einnig kemur fram í dómnum að hann hafi iðrast gerða sinna og náð samkomulagi við N1 um greiðslu skaðabóta. Var hann því dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða N1 skaðabætur sem nema 3,6 milljónum króna ásamt dráttarvöxtum.