„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 21:00 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, opnaði Elliðaárnar í morgun með Reykvíkingum ársins, þeim Kamilu og Marco. Reykjavíkurborg/Bjarni Brynjólfsson Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur. Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur.
Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum