Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2022 12:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um úrræði til að bregðast við aukinni útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira