Sport

Pétur Pétursson: Cyera átti frábæran leik

Andri Már Eggertsson skrifar
Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins
Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Tjörvi Týr

Valur vann 1-2 útisigur á Þrótti. Þetta var fjórði sigur Vals í röð og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með frammistöðu Cyeru Makenzie Hintzen eftir leik.

„Það var mjög ljúft að vinna þennan leik við gerðum jafntefli við Þrótt á þessum velli á síðasta tímabili svo þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við Vísi eftir leik.

Pétur var ánægður með hvernig leikurinn spilaðist þar sem Valur skapaði sér fullt af færum en hann hefði viljað sjá Val fara betur með færin.

„Mér fannst við spila vel en hefðum átt að nýta færin betur. Maður tók eftir að það var komin þreyta í bæði lið þar sem það hafa verið spilaðir margir leikir á stuttum tíma en við kláruðum leikinn og það skiptir öllu máli.“

Valur var marki yfir í hálfleik og var Pétur ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn.

„Mér fannst við byrja leikinn vel en síðan meiddist Þórdís [Hrönn Sigfúsdóttir] og þá kom smá  óskipulag.“

Síðari hálfleikur byrjaði með miklum látum sem endaði með tveimur mörkum og var Pétur afar ánægður með frammistöðu Cyeru Makenzie Hintzen sem gerði annað mark Vals.

„Ég ætla hrósa Cyeru fyrir frábæran leik hún var allt í öllu bæði varnar og sóknarlega. Cyera skoraði síðan gott mark.“

„Mér fannst við fá færi til að skora þriðja markið en Þróttur er með öflugt lið og við gerðum ágætlega í því að passa upp á að fá ekki á okkur jöfnunarmark,“ sagði Pétur Pétursson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×