Innlent

14 ára og elskar gamlar dráttarvélar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristján Steinn Guðmundsson, 14 ára dráttarvélastrákur á Grund í Reykhólasveit, sem býður öllum að koma að sjá dráttarvélarnar á bænum og jafnvel að keyra þær líka. Ekkert kostar að koma í heimsókn.
Kristján Steinn Guðmundsson, 14 ára dráttarvélastrákur á Grund í Reykhólasveit, sem býður öllum að koma að sjá dráttarvélarnar á bænum og jafnvel að keyra þær líka. Ekkert kostar að koma í heimsókn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.

Hér erum við að tala um nokkrar gamlar og flottar dráttarvélar á bænum Grund á Reykhólum í Reykhólasveit. Þar er Kristján Steinn, 14 ára allt í öllu þegar dráttarvélarnar á bænum eru annars vegar.

„Já, ég held ég hafi veri sex til sjö ára að keyra Farmal Cub, ég stóð alltaf og var bara í einum gír og keyrði og keyrði. Uppáhalds dráttarvélin mín í dag er Zetor 52 11,“ segir Kristján.

Og má fólk koma hingað og skoða?

„Já, já og það er frítt og öllum er leyfilegt að koma og skoða þær og jafnvel að prófa.“

Kristján keyrir allar dráttarvélarnar á bænum á túninu eins og herforingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það eru ekki bara gömlu dráttarvélarnar á Grund, sem vekja athygli því þar er líka Læðan úr Dagvaktinni, bílinn hans Ólafs Ragnars úr þáttunum.

„Það átti nú að henda henni en við ákváðum að taka hana. Hún er nú gangfær en það þarf að setja geymir í hana, þetta er fínasti bíll,“ segir Kristján.

Læðan stendur á hlaðinu við Grund þar sem öllum er velkomið að skoða bílinn, líkt og dráttarvélarnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristján er ekki bara áhugamaður um dráttarvélar því hann er líka fjárbóndi og þegar hann kallar á kindina sína kemur hún hlaupandi til hans með lömbin sín og fær nammi í fötunni hjá honum.

Kristján og uppáhalds kindins hans á bænum en hún kemur alltaf hlaupandi til hans þegar hann kallar á hana og er með eitthvað gott í fötunni handa henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.