Innlent

Út­blástur, ramma­á­ætlun og Logi Einars til um­ræðu í Sprengi­sandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 

Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur byrjar og fjallar um það hvernig yfirvöld vanmeta áhrif útblásturs vegna mannvirkjagerðar á loftslagsmálin.

Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson ætla svo að ræða nýjustu vendingar í rammaáætlun sem urðu undir lok þinghalds á dögunum. Stjórnarandstaðan hefur harðlega gagnrýnt breytingarnar, aðferðafræðina, rannsóknirnar og síðast en ekki síst pólitísku stefnuna sem býr að baki.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, mun svo leggja mat á væntanlegt brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstóli Samfylkingarinnar og velta fyrir sér því hvort það séu að verki straumar á vinstri vængnum sem auki núna líkur á því að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinn verði að veruleika.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins verður síðasti gesturinn í dag og ræðir hvort samkeppni geti haldið aftur af verðbólgunni og tryggt kaupmátt launa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×