Innlent

Há­­tíða­höld vegna kven­réttinda­­dagsins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Árlega er lagður blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins.
Árlega er lagður blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins. Reykjavíkurborg

Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins. 

Athöfnin hefst klukkan 11:00 með tónlistarflutningi Unu Torfadóttir í Hólavallakirkjugarði, síðan mun Magnea Gná flytja ávarp og kransinn verður lagður á leiðið.

Ávarp, saga og söngur á afmælinu

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir heldur upp á 55 ára afmæli hússins sama dag og í tilefni af því verður opið hús í Samkomusal hússins frá 14-16 þar sem boðið verður upp á veitingar. 

Heiðursgestur verður Eliza Reid forsetafrú sem flytur ávarp. Einnig mun Rakel Adolphsdóttir frá Kvennasögusafninu segja frá sögu hússins og Kvennakórinn Hrynjandi taka nokkur lög.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×