Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 18. júní 2022 12:53 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Vísir Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins. Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins.
Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42