Enski boltinn

Veð­bankar loka á veð­mál um fé­laga­skipti Kal­vin Phillips

Atli Arason skrifar
Kalvin Phillips er eftirsóttur.
Kalvin Phillips er eftirsóttur. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Sky Bet og Betfair eru hætt að taka við veðmálum um möguleg félagaskipti Kalvin Phillips, leikmann Leeds, til Manchester City.

Staðbundni miðilinn Leeds Live greinir frá því að þessir veðmálarisar hafa lokað á fleiri veðmál þess efnis að Phillips gangi til liðs við Englandsmeistarana.

City er í leit að miðjumanni þegar Fernandinho yfirgefur félagið í sumar. Englandsmeistararnir eru taldir líklegastir að hreppa Phillips en Liverpool er líka sagt áhugasamt um þennan enska miðjumann.

Leeds United og Manchester City voru sögð fjarri því að náð samkomulagi um kaupverð á Phillips en koma Marc Roca til Leeds þykir ýta undir þá orðróma að Phillips muni færa sig um set og samkomulag um kaupverð á Phillips nálgist.

Kalvin Phillips er talinn vera efstur á óskalista Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Guardiola vill fá Phillips til liðs við City áður en liðið hefur undirbúningstímabilið sitt um miðjan júlí mánuð samkvæmt Times

Að þessir stóru veðmálabankar hafi lokað fyrir frekari veðmál er þó enginn staðfesting um að félagaskiptin muni eiga sér stað en þykir þó ákveðin vísbending um að eitthvað sé í vændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×