Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 18:54 Guðmundur Felixson er eigandi Nóru sem hefur nú verið týnd í sólarhring langt frá hennar heimahögum. samsett Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu. Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu.
Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira