Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júní 2022 12:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. Fyrstu tveir einstaklingarnir greindust þann 8. júní og um helgina greindist þriðji einstaklingurinn. Um er að ræða karlmenn sem höfðu verið á ferðalagi um Evrópu en engin tengsl eru þó á milli þess sem greindist um helgina og þeirra sem greindust í síðustu viku. „Þetta er bara svona eins og við bjuggumst við, ég á svo sem ekki von á neinni sprengju en við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir aðspurður um stöðu mála. Mennirnir eru ekki alvarlega veikir að sögn Þórólfs og telur hann ólíklegt að þeir verði það, þó að það geti tekið nokkrar vikur fyrir sýkinguna til að ganga sitt skeið. Enn sem komið er hefur enginn verið sendur í smitgát út frá tilfellunum, þar sem smitrakning sýndi ekki fram á sérstaklega náin tengsl við neinn. „Það er lagt mat á hversu mikil útsetning hefur verið og hvort að það þurfi að setja fólk í smitgát, en samgangurinn þarf að vera töluvert mikill til þess að það sé gert,“ segir Þórólfur. Þó að hann geri ekki ráð fyrir útbreiddum faraldri segir Þórólfur viðbúið að fleiri tilfelli komi upp á næstunni, helst hjá einstaklingum sem hafa tengsl við útlönd og þá aðallega Evrópu, en erfitt er að spá fyrir um það. „Ég held að við verðum bara að sjá og áfram að hvetja fólk sem er með einkenni, blöðrur á húð og sérstaklega blöðrur á kynfærum, og kannski fólk sem hefur líka verið erlendis og í skyndikynnum þar, að endilega gera vart við sig og fá greiningu,“ segir Þórólfur. Binda vonir við niðurstöður frá Svíþjóð í vikunni Eftir að fyrstu tvö tilfellin greindust hér á landi með skyndi- og PCR prófi var ákveðið að senda þau til Svíþjóðar til að staðfesta án alls vafa að um apabólusmit væri að ræða. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, segir þær niðurstöður ekki enn liggja fyrir. „Af því að þetta er veira sem er flokkuð í hópi með sýkingavöldum sem að geta verið mikilvægar í hernaði þá eru alveg ótrúlega strangar reglur og mikil pappírsvinna í kringum allar sendingar á sýnum, þannig þetta er ekki enn þá farið út frá okkur,“ segir Guðrún. Vonandi verði þó hægt að senda sýnin út í dag og niðurstaða því mögulega legið fyrir á næstu dögum, mögulega fyrir helgi. Ef þau sýni reynast jákvæð er ólíklegt að þriðja sýnið verði sent út. „Við kannski bara metum það bara svolítið þegar þar að kemur. En af því að ef það eru dæmigerð einkenni, hraðprófið er jákvætt og PCR prófið er jákvætt, þá er þetta nokkuð öruggt,“ segir Guðrún. Verið er að þróa PCR sýnin hér á landi frekar en hægt er að fá niðurstöðu hér á landi innan nokkurra klukkustunda. Guðrún segir þau treysta sínum aðferðum nokkuð vel og gætu þau tekið við nokkrum fjölda sýna daglega. Hún á þó ekki von á því að sýnafjöldinn verði mikill, hvað þá í samanburði við Covid. „Þetta er svo miklu minna smitandi og það hefur svo mikið að segja að fólk passar sig. Þannig það er líklegt að það komi eitt og eitt tilfelli en það er mjög ólíklegt að þetta verði einhver faraldur innanlands,“ segir Guðrún. „Við höfum ekki áhyggjur af því að við eigum ekki eftir að ráða við að greina öll sýnin sem berast.“ Apabóla Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Fyrstu tveir einstaklingarnir greindust þann 8. júní og um helgina greindist þriðji einstaklingurinn. Um er að ræða karlmenn sem höfðu verið á ferðalagi um Evrópu en engin tengsl eru þó á milli þess sem greindist um helgina og þeirra sem greindust í síðustu viku. „Þetta er bara svona eins og við bjuggumst við, ég á svo sem ekki von á neinni sprengju en við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir aðspurður um stöðu mála. Mennirnir eru ekki alvarlega veikir að sögn Þórólfs og telur hann ólíklegt að þeir verði það, þó að það geti tekið nokkrar vikur fyrir sýkinguna til að ganga sitt skeið. Enn sem komið er hefur enginn verið sendur í smitgát út frá tilfellunum, þar sem smitrakning sýndi ekki fram á sérstaklega náin tengsl við neinn. „Það er lagt mat á hversu mikil útsetning hefur verið og hvort að það þurfi að setja fólk í smitgát, en samgangurinn þarf að vera töluvert mikill til þess að það sé gert,“ segir Þórólfur. Þó að hann geri ekki ráð fyrir útbreiddum faraldri segir Þórólfur viðbúið að fleiri tilfelli komi upp á næstunni, helst hjá einstaklingum sem hafa tengsl við útlönd og þá aðallega Evrópu, en erfitt er að spá fyrir um það. „Ég held að við verðum bara að sjá og áfram að hvetja fólk sem er með einkenni, blöðrur á húð og sérstaklega blöðrur á kynfærum, og kannski fólk sem hefur líka verið erlendis og í skyndikynnum þar, að endilega gera vart við sig og fá greiningu,“ segir Þórólfur. Binda vonir við niðurstöður frá Svíþjóð í vikunni Eftir að fyrstu tvö tilfellin greindust hér á landi með skyndi- og PCR prófi var ákveðið að senda þau til Svíþjóðar til að staðfesta án alls vafa að um apabólusmit væri að ræða. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, segir þær niðurstöður ekki enn liggja fyrir. „Af því að þetta er veira sem er flokkuð í hópi með sýkingavöldum sem að geta verið mikilvægar í hernaði þá eru alveg ótrúlega strangar reglur og mikil pappírsvinna í kringum allar sendingar á sýnum, þannig þetta er ekki enn þá farið út frá okkur,“ segir Guðrún. Vonandi verði þó hægt að senda sýnin út í dag og niðurstaða því mögulega legið fyrir á næstu dögum, mögulega fyrir helgi. Ef þau sýni reynast jákvæð er ólíklegt að þriðja sýnið verði sent út. „Við kannski bara metum það bara svolítið þegar þar að kemur. En af því að ef það eru dæmigerð einkenni, hraðprófið er jákvætt og PCR prófið er jákvætt, þá er þetta nokkuð öruggt,“ segir Guðrún. Verið er að þróa PCR sýnin hér á landi frekar en hægt er að fá niðurstöðu hér á landi innan nokkurra klukkustunda. Guðrún segir þau treysta sínum aðferðum nokkuð vel og gætu þau tekið við nokkrum fjölda sýna daglega. Hún á þó ekki von á því að sýnafjöldinn verði mikill, hvað þá í samanburði við Covid. „Þetta er svo miklu minna smitandi og það hefur svo mikið að segja að fólk passar sig. Þannig það er líklegt að það komi eitt og eitt tilfelli en það er mjög ólíklegt að þetta verði einhver faraldur innanlands,“ segir Guðrún. „Við höfum ekki áhyggjur af því að við eigum ekki eftir að ráða við að greina öll sýnin sem berast.“
Apabóla Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01
Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent