Lífið

Hætti að taka eftir flúrunum og sá aðeins auðu svæðin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ósk fékk sér flúr í miðju viðtali við Össur. 
Ósk fékk sér flúr í miðju viðtali við Össur. 

Ósk Gunnarsdóttir skellti sér á dögunum á stærstu tattú ráðstefnu landsins þar sem rjóminn af húðflúrlistamönnum var samankomin víðs vegar að úr heiminum en fjallað var um hátíðina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Ósk fékk sér meðal annars sjálf húðflúr í innslaginu og það í miðju viðtali.

Icelandic Tatto convention var haldin í 15, sinn hér á landi þar sem 30 húðflúrlistamenn voru saman komnir.

„Það var oft sagt í gamla daga að þetta væri komið gott eftir þrjú húðflúr en eins og með mig fór ég fljótlega að hætta að sjá flúrin og fór að sjá staðina sem ég var ekki með neitt. Þetta verður að smá veiki,“ segir Össur Hafþórsson eigandi Rvk Inc en hann segir að andlitsflúr séu að verða sífellt vinsælli en hann hvetur fólk til að hugsa sig vel um áður en það fer í slík flúr.

Húðflúrlistamennirnir sem koma til landsins eru jafn mismunandi og þeir eru margir og sumir hafa aldrei komið til Íslands áður á meðan aðrir koma ár eftir ár og finnst þetta frábært tækifæri og má þar nefna Erix Axel Brunt frá Austin Texas.

„Ég elska að koma hingað. Eigandi stofunnar sem ég vinn hjá úti fékk til að mæta fyrir átta árum og hef ég verið að koma hingað síðan,“ segir Erix.

Húðflúrlistamenn hafa vissulega mismunandi stíla en þeir hafa líka mismunandi aðferðir við það að setja húðflúr á fólk eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.