Þungt högg að missa heilan dag en Seyðfirðingar standa keikir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. júní 2022 20:00 Davíð Kristinsson hótelstjóri sat einn á tómum veitingastað sínum þegar fréttastofa náði tali af honum. Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Hótelstjóri segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumrið er að fara af stað en að Seyðfirðingar séu öllu vanir. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum, segir hann um vatnsöflin á Seyðisfirði. Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent