Innlent

Ungt félagshyggjufólk um allan heim fordæmir fjöldabrottvísanir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
285863250_425131719453775_5801159959425053086_n

Alþjóðasamtök ungliðahreyfinga jafnaðar- og félagshyggjuflokka (IUSY) fordæma fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir flóttafólks á Íslandi. Neyðarályktun þess efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á heimsþingi IUSY sem fór fram í höfuðborg Albaníu dagana 2.-4. júní.

Gunnar Örn Stephensen, gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, sótti heimsþingið sem fulltrúi ungliðahreyfingarinnar. Hann bar tillöguna fram á þinginu.

„Ríkisstjórnin ber núna ábyrgð á stærstu brottvísun í sögu landsins – og ljóst er að margir þeirra flóttamanna sem hefur verið tilkynnt um brottvísun hafa aðlagast íslensku samfélagi.“

Í ályktunni segir einnig að Alþingi hafi vald til að koma í veg fyrir brottvísanirnar og að þeim beri siðferðileg og lagaleg skylda til að gera það í ljósi þess að Ísland sé aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

„Þær [brottvísanirnar] brjóta jafnframt gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“

IUSY eru stærstu stjórnmálasamtök ungliðahreyfinga í heimi með 163 aðildarfélög frá yfir 100 löndum. Samtökin voru stofnuð 1907 og eru bandalag ungliðahreyfinga sem aðhyllast félagshyggju- og jafnaðarstefnu.


Tengdar fréttir

Óttast um líf sitt verði þau send til Grikk­lands

Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag.

„Þetta er fram­kvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×