Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 19:17 Fatima Mohamud kom hingað til lands frá Sómalíu með viðkomu í Grikklandi og óttast að verða send aftur til Grikklands. Vísir Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima. Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima.
Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25