Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 19:17 Fatima Mohamud kom hingað til lands frá Sómalíu með viðkomu í Grikklandi og óttast að verða send aftur til Grikklands. Vísir Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima. Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima.
Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25