Innlent

Enginn undir 18 ára af­plánað í hefð­bundnu fangelsi í fimm ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn frá þingmanni Pírata að enginn undir 18 hafi þurft að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi í fimm ár. 
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn frá þingmanni Pírata að enginn undir 18 hafi þurft að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi í fimm ár.  Vísir/Vilhelm

Enginn einstaklingur undir 18 ára aldri hefur þurft að afplána óskilorðsbundna fangelsisrefsingu í hefðbundnu fangelsi síðastliðin fimm ár. Frá 1. janúar 2017 hefur einungis einn dómur varðandi einstakling undir 18 ára aldri borist Fangelsismálastofnun.

Einstaklingurinn í umræddum dómi var 17 ára gamall en var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, þingmanns Pírata. 

Samkvæmt lögum skulu fangar undir 18 ára aldri vistast á vegum barnaverndaryfirvalda en óheimilt er að vista þá í fangelsum nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna.

Barna- og fjölskyldustofa kemur að því að finna lausn í málum sem þessum og getur meðferðarúrræði stofnunarinnar, t.d. á Stuðlum, gagnast föngunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×