Lífið

Marta Lovísa prinsessa og Durek Ver­rett trú­lofuð

Atli Ísleifsson skrifar
Hin fimmtuga Marta Lovísa og hinn 47 ára Durek Verrett hafa átt í ástarsambandi síðan 2019.
Hin fimmtuga Marta Lovísa og hinn 47 ára Durek Verrett hafa átt í ástarsambandi síðan 2019. Norska konungshöllin

Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð.

Parið greindi frá trúlofuninni í morgun en brúðkaupsdagur hefur enn ekki verið ákveðinn. Í norskum fjölmiðlum segir að með fréttatilkynningunni hafi svo fylgt mynd af parinu þar sem stór hringur sést á fingri prinsessunnar.

„Ástin dæmir ekki hvaðan maður kemur kemur eða hver maður er sem manneskja. Ástin skapar brú milli manna, menningarheima og trúarbragða. Við erum ánægð að hafa fundið hvort annað, þvert yfir heimsálfur, þjóaðruppruna og félagslegan bakgrunn,“ skrifar parið í tilkynningunni.

Hin fimmtuga Marta Lovísa og hinn 47 ára Durek, sem kallar sig „shaman Durek“ hafa átt í ástarsambandi síðan 2019, en Marta Lovísa býr í Noregi og Durek í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar, á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi, en hún var gift rithöfundinum Ara Behn á árunum 2002 til 2017. Behn lést árið 2019.

Í tilkynningunni segir að konungsfjölskyldan samgleðjist parinu og óski þeim allrar hamingju í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×