Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2022 12:19 Ferðamenn streyma nú til landsins í stórum stíl. Margir ætla sér að ferðast vítt og breytt um landið en færri vita af almenningssamgöngum hér á landi. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00