Innlent

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skerðir þjónustu í sumar vegna manneklu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun skerða ýmsa þjónustu í sumar.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun skerða ýmsa þjónustu í sumar. Vísir/Egill

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í sumar skerða ýmsa þjónustu vegna manneklu og sumarleyfa. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að öllum bráðaerindum verði sinnt en öðrum erindum kunni að vera forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar.

Fram kemur í tilkynningunni að aðeins slysum og bráðaerindum verði sinnt á slysa- og bráðamóttökunni og fólk beðið um að leita ekki með önnur erindi þangað. 

Þá segir að skráðir skjólstæðingar HSS hafi forgang á þjónustu. Þeir sem ekki séu skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ, Grindavík eða Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð. 

Þá verði síðdegisvakt lækna með hefðbundnu sniði og hægt að panta tíma samdægurs frá klukkan 13. Fram kemur í tilkynningunni að tilraun verði gerði til að sinna flestum erindum en reikna megi með því að bið verði á þjonustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda skilning. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×