Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:59 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51
Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20