Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:42 GPS mælir á toppi fjallsins Þorbjarnar. Veðurstofan/Benedikt Ófeigsson Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00