Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:01 Prestarnir Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma skrifa undir umsögina. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á útlendingalögum sem sætt hefur gagnrýni prestastéttarinnar. aðsend/vísir Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23
Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30