Innlent

Uppbygging efst á dagskrá í Hafnarfirði

Heimir Már Pétursson skrifar

Áhersla verður lögð á uppbyggingu í miðbænum og á hafnarsvæðinu á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamning Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks sem skrifað var undir í Hellisgerði í dag.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, sem verður bæjarstjóri til ársbyrjunar 2025 segir mesta uppbyggingarskeið bæjarins hafið og að mikil tækifæri séu fram undan.

Samningurinn hefur verið birtur á vef Hafnarfjarðar.

Samkvæmt málefnasamningi verður nýbyggingarsvæði við Vatnshlíð skipulagt, frístundastyrkir fyrir börn frá þriggja ára aldri teknir upp og unnið að skipulagi nýs golfvallar.


Tengdar fréttir

Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði

Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×