Innlent

Mikil fjölgun á nýskráningum erlendra ríkisborgara

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjöldi andláta á fyrsta ársfjórðungi ársins er sá mesti í fimm ár.
Fjöldi andláta á fyrsta ársfjórðungi ársins er sá mesti í fimm ár. Vísir/Hanna

Alls fæddust 1.105 börn á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi ársins. 109 íslensk börn fæddust erlendis og eru nýskráðir erlendir ríkisborgarar 2.567 talsins.

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá fækkaði skráningum nýfæddra á Íslandi um þrjú prósent á þessum fyrsta ársfjórðungi samanborið við fjórða ársfjórðung ársins 2021. Mikil fjölgun er á nýskráningum erlendra ríkisborgara og fer úr 1.774 manns í 2.567 manns. Það samsvarar 44,7 prósent fjölgun.

781 létu lífið hér á landi á síðasta ársfjórðungi og er það 23,4 prósent aukning frá fjórða ársfjórðungi 2021. Fjöldi andláta er sá mesti síðustu fimm ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×