Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2022 19:20 Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56