Beck er nú á tónleikaferð um Evrópu en á heimasíðu Beck segir hann þá Depp hafa unnið saman að tónlist í dágóðan tíma.
Lagið Isolation, sem Depp söng á tónleikunum, segir Beck ekki hafa átt að gefa út strax en krefjandi tímar og alvöru „einangrun“ hafi sannfært þá um að núna væri rétti tíminn til að leyfa heiminum að heyra lagið.
Tímasetningin hefur þó vakið mikla furðu og athygli en hinum frægu réttarhöldum Depp og fyrrverandi eiginkonu hans Amber Heard lauk á föstudaginn og er úrskurðar kviðdóms að vænta í dag, þriðjudag.