Innlent

Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri og Ingólfur í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir rúmum mánuði.
Sindri og Ingólfur í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir rúmum mánuði. vísir/vilhelm

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis.

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, staðfesti niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Hún var að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði tali af henni en sagði þó að niðurstaðan hefði komið henni nokkuð á óvart.

Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur.

Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins.

Ummæli Sindra sem tekist var á um

„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“

„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“

„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“

„Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“

„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“


Sindri Þór sagði fyrir dómi að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf barnaníðing á Twitter hefðu verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: 

„Af hverju ekki? Ef ég væri aðstandandi einhverra í þessari stöðu þætti mér vænt um það að sjá einhvern tjá sig með þessum hætti og stíga upp, í það minnst setja spurningamerki við hvernig málið er höndlað.“

Fimm vitni komu fyrir dóminn og lýstu reynslu sinni af Ingólfi. Í öllum tilfellum var um að ræða frásagnir af hegðun Ingólfs gagnvart öðrum stúlkum

Ingólfur sagði ásakanir á hendur honum hafa haft miklar afleiðingar á feril hans og starf. Ekkert fyrirtæki vildi ráða til sín mann sem væri sakaður um að brjóta á börnum. Hann hefði aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð ættu allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir.

Ingólfur fékk gjafsókn í málinu og greiðir því ríkissjóður málskostnað og verjendalaunin upp á 1,2 milljónir króna.

Dóminn í málinu má sjá hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu

Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot.

Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs

Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra.

Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.