Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum fjöllum við um mótmæli sem fóru fram á Austurvelli í dag vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana flóttafólks. Við ræðum við flóttamann sem óttast um líf sitt verði hann sendur til Grikklands.

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík héldu áfram í dag. Til umræðu voru húsnæðis-, samgöngu- og loftslagsmál. Við ræðum við oddvita Samfylkingarinnar um gang viðræðna í fréttatímanum.

Við höldum áfram umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Rússneski herinn sagðist í morgun hafa náð hernaðarlega mikilvægum bæ í austurhluta Úkraínu á sitt vald.

Þá hittum við tvíbura sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu. Þær segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan.

Einnig sjáum við þegar bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Þá skoðum við ráð við lúsmý og tökum stöðuna á stuðningsmönnum Liverpool fyrir úrslitaleik meistaradeildar Evrópu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×