Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 15:35 Skrifstofa Útlendingastofnunar í Kópavogi. Vísir/Friðrik Þór Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. Í upplýsingum sem Útlendingastofnun hefur tekið saman kemur fram að af þeim 197 sem bíða brottvísunar hefur 102 verið synjað um vernd við efnislega meðferð umsóknar, 29 bíða endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 51 bíður endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli þess að njóta þar fyrir alþjóðlegrar verndar. Fimmtán manns á listanum var gert að yfirgefa landið eftir að í ljós kom að þeir dvöldust hér ólöglega. Nígeríumenn eru fjölmennastir þeirra sem bíða brottvísunar en þeir eru 48 talsins. Frá Írak eru 34, fimmtán eru frá Palestínu en tíu frá Pakistan. Grikkland tekur við 44 þeirra sem bíða brottvísunar, Nígería þrjátíu, Ítalía 23, Írak þrettán og Ungverjaland tólf. Í tilkynningu Útlendingastofnunar kemur fram að tvær fjölskyldur séu í þeim hópi sem bíða endursendingar vegna verndar í öðru landi og á að senda til Grikklands. Ljóst sé að þeim verði ekki fylgt úr landi þar sem réttur til efnislegrar meðferðar stofnist á næstu dögum vegna þess hversu lengi þær hafa dvalið í landinu. Því undirbúi stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flutning á neinum börnum eða fjölskyldum þeirra til Grikklands. Meðalaldur þeirra sem bíða brottvísunar er 28 ár. Af þeim eru 37 átján ára eða yngri en 160 eru eldri en átján ára. Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Í upplýsingum sem Útlendingastofnun hefur tekið saman kemur fram að af þeim 197 sem bíða brottvísunar hefur 102 verið synjað um vernd við efnislega meðferð umsóknar, 29 bíða endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 51 bíður endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli þess að njóta þar fyrir alþjóðlegrar verndar. Fimmtán manns á listanum var gert að yfirgefa landið eftir að í ljós kom að þeir dvöldust hér ólöglega. Nígeríumenn eru fjölmennastir þeirra sem bíða brottvísunar en þeir eru 48 talsins. Frá Írak eru 34, fimmtán eru frá Palestínu en tíu frá Pakistan. Grikkland tekur við 44 þeirra sem bíða brottvísunar, Nígería þrjátíu, Ítalía 23, Írak þrettán og Ungverjaland tólf. Í tilkynningu Útlendingastofnunar kemur fram að tvær fjölskyldur séu í þeim hópi sem bíða endursendingar vegna verndar í öðru landi og á að senda til Grikklands. Ljóst sé að þeim verði ekki fylgt úr landi þar sem réttur til efnislegrar meðferðar stofnist á næstu dögum vegna þess hversu lengi þær hafa dvalið í landinu. Því undirbúi stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flutning á neinum börnum eða fjölskyldum þeirra til Grikklands. Meðalaldur þeirra sem bíða brottvísunar er 28 ár. Af þeim eru 37 átján ára eða yngri en 160 eru eldri en átján ára.
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira